KA dæmdur 10:0-sigur gegn Akureyri

Jón Heiðar Sigurðsson gerir eitt fjögurra mark fyrir KA í ...
Jón Heiðar Sigurðsson gerir eitt fjögurra mark fyrir KA í leiknum. Til varnar Arnar Þór Fylkisson markvörður Igor Kopyshynskyi og Friðrik Svavarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Handknattleikssamband Íslands hefur dæmt KA 10:0-sigur gegn grönnum sínum í Akureyri í leik liðanna í 1. deild karla í handbolta sem fram fór fram þann 11. október síðastliðinn.

Leiknum lauk með 20:20-jafntefli en sambandið var með hann til skoðunar þar sem Arnar Jón Agnarsson var í leikmannahópi Akureyrar, en hann er ekki skráður í félagið og var hann því ólöglegur. 

HSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að dæma KA sigurinn, þrátt fyrir að engin kæra hafi borist í kjölfar leiksins. KA er nú með átta stig, eins og topplið HK, en KA á leik til góða, Akureyri fer hins vegar niður í sex stig vegna niðurstöðunnar, en liðunum er spáð toppbaráttu í vetur. 

mbl.is