HK og KA/Þór fyrst áfram í bikarnum

Martha Her­manns­dótt­ir skoraði 14 mörk í kvöld.
Martha Her­manns­dótt­ir skoraði 14 mörk í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

HK og KA/Þór tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, eftir sigra í viðureignum sínum.

HK fékk Selfoss í heimsókn og eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13, vann HK stórsigur, 29:21. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var markahæst hjá HK með 8 mörk en Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 5 fyrir Selfoss.

Fyrir norðan fékk KA/Þór lið FH í heimsókn. Staðan var 15:14 í hálfleik en eftir hlé fóru Akureyringar á kostum og unnu að lokum stórsigur 37:23.

Martha Hermannsdóttir var frábær hjá KA/Þór og skoraði 14 mörk en hjá FH skoraði Diljá Sigurðardóttir 5.

Í karlaflokki komst Akureyri áfram eftir sigur á ÍH, 42:21, en leikskýrslan sem barst fjölmiðlum var ólæsileg og því ekki hægt að greina frá markaskorurum.

mbl.is