Guðjón og Alexander í stjörnuleikinn

Guðjón Valur Sigurðsson er einn besti leikmaður þýsku deildarinnar.
Guðjón Valur Sigurðsson er einn besti leikmaður þýsku deildarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson verða á meðal þátttakenda í stjörnuleik þýsku deildarinnar í handbolta. Stuðningsmenn og þjálfarar deildarinnar kusu 22 leikmenn sem mætir þýska landsliðinu í góðgerðaleik eftir áramót. 

Á hverju ári leika bestu leikmenn þýsku deildarinnar góðgerðaleik gegn þýska landsliðinu og rennur allur ágóði leiksins beint til góðgerðamála. Hér að neðan má sjá úrvalsliðið í heild sinni.

mbl.is