Ótrúlegri sigurgöngu Barcelona lokið

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Barcelona

Söguleg úrslit urðu í spænsku 1. deildinni í handknattleik þegar Aron Pálmarsson og félagar hans í Barcelona mættu liði Guadalajara á útivelli í kvöld.

Liðin skildu jöfn, 26:26, og þar með lauk ótrúlegri sigurgöngu Barcelona í deildinni en fyrir leikinn í kvöld hafði Barcelona unnið 133 leiki í röð. Aron Pálmarsson náði ekki að skora fyrir Börsunga í kvöld en Valero Rivera var markahæstur þeirra með 6 mörk.

Aron fékk tækifæri til að skora í síðustu sókninni en hinn 45 ára gamli José Hombrados, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánar, sem átti stórleik í marki Guadalajara varði.

Barcelona hóf sigurgönguna eftir tap gegn Naturhouse La Rioja í deildinni í maí 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert