Með tveimur liðum í sömu umferð

Haraldur Þorvarðarson í leik með Fram.
Haraldur Þorvarðarson í leik með Fram. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við drögum fyrst og fremst lærdóm af þessu máli,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við Morgunblaðið í gær, spurður um hvort sambandið hygðist eitthvað aðhafast í því sérstaka máli sem tengist þátttöku handknattleiksmannsins Haraldar Þorvarðarsonar í fyrstu umferð bikarkeppninnar á dögunum.

Haraldur lék með tveimur liðum í sömu umferðinni sem vart getur talist eðlilegt þar sem aðeins er heimilt að leika með einu liði í bikarkeppninni á hverri leiktíð.

Málavextir eru þeir að Haraldur lék með utandeildaliði Kórdrengja miðvikudaginn 8. nóvember gegn 1. deildar liði HK í fyrstu umferð bikarkeppninnar. HK vann þann leik, 33:24.

Rúmum hálfum mánuði síðar lék Haraldur með utandeildaliði Þróttar úr Vogum í sömu keppni gegn b-liði Fjölnis. Þróttur vann þann leik, 38:22, og komst í sextán liða úrslit þar sem liðið mætir 1. deildar liði Þróttar úr Reykjavík.

Sjá nánar um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert