Sanngjarnt jafntefli á Nesinu

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Gróttu, sækir að marki ÍR en Kristján ...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Gróttu, sækir að marki ÍR en Kristján Orri Jóhannsson er til varnar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Grótta og ÍR gerðu sanngjarnt 26:26-jafntefli er liðin mættust í 13. umferð Olísdeildar karla í handbolta í dag. Liðin skiptust á að hafa forystu og tókst hvorugu liðinu að tryggja sér sigur, þrátt fyrir tækifæri til þess í lokin. 

Grótta fór betur af stað og komst í 3:1 og 6:3 á fyrstu mínútum leiksins. Sóknarleikur heimamanna gekk mjög vel á meðan gestirnir áttu erfitt með að koma boltanum framhjá Hreiðari Levý Guðmundssyni í markinu.

ÍR náði hins vegar fínum kafla um miðbik hálfleiksins og komst að lokum yfir í fyrsta skipti, 9:8. Eftir það var mikið jafnræði með liðunum og var staðan 12:12 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 15:14, Gróttu í vil. Fyrri hálfleikurinn var hraður og skemmtilegur og bæði lið ætluðu sér að keyra hvort á annað.

Grótta fór mun betur af stað í seinni hálfleik og var ÍR-ingum fyrirmunað að skora í upphafi hans. Hreiðar Levý komst í gang og varði m.a tvö vítaköst á fyrstu mínútum hálfleiksins. Fyrsta mark ÍR í hálfleiknum kom á áttundu mínútu hans í stöðunni 19:14. ÍR minnkaði þá muninn í 19:17 í kjölfarið og virtist leikurinn ætla að verða spennandi á ný.

ÍR náði svo að jafna í 21:21, tíu mínútum fyrir leikslok og voru síðustu tíu mínútur leiksins spennuþrungnar og liðin skiptust á að hafa eins marks forystu. Staðan var 26:26 þegar 40 sekúndur voru eftir og ÍR með boltann. Gestirnir náðu hins vegar ekki að koma skoti á markið og Grótta fékk hann, sex sekúndum fyrir leikslok, en það reyndist of skammur tími og liðin sættust á jafntefli. 

Grótta 26:26 ÍR opna loka
60. mín. Leik lokið Tíminn reyndist of skammur fyrir Gróttu. Jafntefli er niðurstaðan.
mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla