Jafnt í toppslagnum í Kópavogi

Ingibjörg Pálmadóttir var markahæst í liði FH í sigri liðsins ...
Ingibjörg Pálmadóttir var markahæst í liði FH í sigri liðsins gegn Val U með átta mörk. Ljósmynd/facebook síða FH

Sigríður Hauksdóttir var markahæsti í liði HK með sjö mörk og Ana Blagojevic kom næst með fimm mörk. Ásdís Guðmundsdóttir var hins atkvæðamest í liði KA/Þórs með sjö mörk, Martha Hermannsdóttir skoraði sex mörk og Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði fimm mörk. 

Ingibjörg Pálmadóttir dró vagninn í sóknarleik FH, en hún skoraði átta mörk. Dilja Sigurðardóttir skoraði síðan sex mörk fyrir FH. Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði mest fyrir Val U eða fimm mörk talsins og Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði svo fjögur mörk. 

KA/Þór trónir á toppi deildarinnar með 15 stig og HK er svo sæti neðar með 13 stig. FH og ÍR eru síðan bæði lið með 10 stig í þriðja til fjórða sæti deildarinnar. Valur U er stigalaust á botni deildarinnar.  

mbl.is