„Megum ekki slagga of mikið“

Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Patrekur Jóhannesson var léttur í lund eftir öruggan sigur Selfyssinga á Fram í 14. umferð Olísdeildar karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Selfoss sigraði 36:29.

Selfoss sigraði 36:29. „Þetta var frábært í kvöld. Við höfðum stjórn á leiknum, vörnin var góð og Helgi [Hlynsson] var með 40% markvörslu. Við höfum ekki fengið svona frábæra markvörslu áður í vetur og svona verður þetta enn auðveldara fyrir okkur. Við vorum kærulausir í lokin en ég fyrirgef þeim það. Við vorum komnir tíu mörkum yfir og þá getur þetta gerst. Framararnir eru líka með góða einstaklinga og geta alveg svarað fyrir sig,“ sagði Patrekur í samtali við mbl.is eftir leik.

Selfyssingar mættu af miklum krafti til leiks og voru komnir með átta marka forskot í hálfleik, 19:11.

„Maður hefur alveg upplifað það að glutra niður forskoti í upphafi seinni hálfleiks. En ég var ánægður með það hvernig við komum inn í leikinn. Þessi strákar hafa sýnt í mörgum leikjum hvað þeir eru komnir langt í kollinum, ekki bara líkamlega og handboltalega. Ég get ekki annað en hrósað þeim hvernig þeir mæta inn í leikina. Auðvitað kemur einn og einn leikur á milli, ég var óánægður með Gróttuleikinn og að vissu leyti Fjölnisleikinn líka. En hina tólf, bara flottir og fagmannlega gert.“

Haukur Þrastarson hefur vakið mikla athygli í vetur, en hann er aðeins 16 ára gamall. Patrekur bætti hins vegar um betur og notaði 15 ára gamlan leikmann úr 4. flokki í kvöld. Tryggvi Þórisson fékk tækifærið og stóð sig vel.

„Við gátum ekki notað Atla Ævar í kvöld, hann fékk aðeins högg á sig á móti KA og við tókum engan séns með það. Þegar ég ákvað að nota Hauk Þrastar í haust, sem er í 3. flokki, þá fannst mér það nú frekar ungt, en Tryggvi er í 4. flokki og hann stóð sig vel í kvöld. Hann er búinn að vera að mæta á æfingar hjá okkur og er mikið efni. Við sáum það í dag að hann á framtíðina fyrir sér ef hann heldur rétt á spöðunum.“

Patrekur er ánægður með fyrri hluta mótsins hjá Selfyssingum og hrósar umgjörðinni á Selfossi reglulega í viðtölum.

„Ég er með frábært teymi í kringum mig. Til dæmis Örn Þrastarson, þjálfari kvennaliðsins, hann er öflugur með karlaliðinu líka. Ég er með svo góðan hóp í kringum mig og þau eiga öll hrós skilið. Heildarbragurinn á liðinu okkar er góður. Við erum komnir í 4. sætið með 20 stig og það tekur það enginn af okkur,“ bætir Patrekur við.

Nú tekur við rúmlega sex vikna hlé á deildinni vegna hátíðanna fram undan og Evrópumeistaramótsins í janúar. Þangað fer Selfossþjálfarinn með austurríska landsliðið.

„Nú er bara æfing á morgun og svo tökum við góðan fund áður en ég fer til Austurríkis og leggjum línurnar fyrir næstu vikur. Það er mjög mikilvægur tími fram undan núna, desember og janúar. Næsti deildarleikur er gegn Val 1. febrúar og þá vona ég að það verði allir klárir. Við verðum þá komnir með Elvar Örn inn aftur sem er búinn að missa af síðustu sjö leikjum. Það var slæmt að missa Elvar og Guðna [Ingvarsson] út í langan tíma, en plúsinn er að við höldum áfram að vinna leiki,“ segir Patrekur og bætir við að Selfyssingar geti farið sáttir inn í fríið.

„Við erum ekki búnir að vinna neitt. En það er ekki spurning að við förum sáttir inn í fríið. Maður á líka að „liffa og njódda“. En við megum ekki slagga of mikið,“ sagði Patrekur, léttur að lokum, og vitnaði þar í son sinn, rapparann Jóa P.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla