Öruggt hjá Val á móti nýliðunum

Alexander Örn Júlíusson tekur skot gegn Fjölnismönnum í Valshöllinni í ...
Alexander Örn Júlíusson tekur skot gegn Fjölnismönnum í Valshöllinni í dag. mbl.is/Hari

Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sigur á nýliðum Fjölnis, 34:31, í Olísdeild karla í handknattleik í Valshöllinni í dag í 14.umferð deildarkeppninni. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15, og náði mest níu marka forskoti í síðari hálfleik áður slakað var á klónni.

Valur áfram í öðru sæti deildarinnar með 21 stig eftir 14 leiki. Fjölnismenn reka lestina með fimm stig.

Fjölnismenn byrjuðu leikinn fjörlega. Þeir nýttu vel hraða sinn og skoruðu flest af fyrstu mörkum sínum eftir hraða miðju eða hröð upphlaup. Valsmönnum gekk illa að koma stjórn á sóknarleik sinn auk þess sem Sigurður Ingiberg Ólafsson náði sér ekki á strik í markinu og skipti um miðjan hálfleikinn við Einar Baldvin Baldvinsson. Sá síðarnefndi varði betur.

Valsmönnum óx ásmegin þegar á leið leik hálfleikin. Þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 11:9 Fjölni í vil í 14:11. Þar með voru þeir komnir yfir og höfðu þriggja marka forskot að loknum varnarlitlum fyrri hálfleik, 18:15.

Valur gerði út um leikinn á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks með átta mörkum gegn fjórum Fjölnismanna. Valur náði mest tíu marka mun um miðja n síðari hálfleikinn. Fjölnismenn komu til baka á lokasprettinum, ekki síst eftir að Valsmenn tóku af velli suma af sínum öflugustu leikmönnum.

Munurinn var ekki nema þrjú mörk í lokin en sigurinn var aldrei í hættu.

Valur 34:31 Fjölnir opna loka
60. mín. Leik lokið - Íslandsmeistararnir unnu sanngjarnan sigur á nýliðunum.
mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla