Markakóngurinn hafði tug kosta að velja úr

mbl.is/Teitur Örn Einarsson í leik með Selfyssingum.
mbl.is/Teitur Örn Einarsson í leik með Selfyssingum. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef verið í miklu sambandi við félagið og hef farið út og skoðað aðstæður hjá því. Eftir HM síðasta sumar hafði ég úr rúmlega 10 félögum að velja, bæði í Danmörku og Þýskalandi, og svo í Svíþjóð. Mér leist langbest á Kristianstad,“ segir Teitur Örn Einarsson, handknattleiksmaður frá Selfossi, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Svíþjóðarmeistara Kristianstad.

Samningur Teits við Kristianstad tekur gildi næsta sumar og hann mun því klára leiktíðina með Selfossi hér heima. Teitur, sem er 19 ára, varð markakóngur HM U19-landsliða í Georgíu síðasta sumar, þar sem hann skoraði að meðaltali 9,5 mörk í leik. Eftir það var í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann færi í atvinnumennsku:

„Það hjálpaði manni mjög mikið og færði mér fleiri valkosti,“ segir Teitur, sem fór til að skoða aðstæður hjá Kristianstad nú í desember.

Sjá allt viðtalið við Teit í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert