Erlingur stýrði Hollendingum áfram

Erlingur Richardsson.
Erlingur Richardsson. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska karlalandsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag sæti í umspili heimsmeistaramótsins í Danmörku og Þýskalandi á næsta ári. Holland vann þá 33:30-heimasigur á Belgum. 

Með sigrinum tryggði Holland sér efsta sæti síns riðils í undankeppninni. Holland vann fimm af sex leikjum sínum í riðli sem innhélt einnig Belgíu, Tyrkland og Grikkland. 

mbl.is