Þetta var enginn úrslitaleikur

Arnór Ásgeirsson.
Arnór Ásgeirsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er gríðarlega svekktur. Þetta var leikur sem við lögðum mikla vinnu í. Við vorum búin að leggja upp hvernig við ætluðum að spila en margt af því gekk engan vegin upp. Þetta gekk ágætlega í fyrri hálfleik, þá náðum við ágætum skotum á markið en verðum ragari í seinni hálfleik. Við hættum að skjóta af fullum krafti og förum í árásir á hálfum krafti. Töpuðu boltarnir voru svo ótrúlega dýrir. Við náðum varla hraðaupphlaupi í leiknum og fáum á okkur um tíu hraðaupphlaup á móti. Það er allt, allt of mikið.“

Hann segir leikinn ekki hafa verið úrslitaleik, þótt hann hafi verið mikilvægur. 

„Bæði lið þurftu á stigum að halda, það er ekki spurning. Núna er staðan svoleiðis að liðin eru jöfn. Við eigum þær aftur einu sinni í viðbót. Þriðja umferðin er ekki byrjuð, það er nóg eftir af mótinu. Þessi leikur var enginn úrslitaleikur um hvar við stöndum í lok tímabils. Auðvitað hefði sigur samt komið okkur í þægilega stöðu.“

Lovísa Thompson skoraði tíu mörk í leiknum. Vel hefur gengið hjá öðrum liðum að taka hana úr umferð en Fjölnir gerði það örsjaldan. Sér Arnór eftir því?

„Ég veit það ekki, kannski eftir á. Mér fannst við eiga góða möguleika á að stoppa árásinar sem hún kom í. Við náðum fullt af stoppum á hana, en svo vorum við að missa hana þegar hjálparvörnin stóð ekki,“ sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert