Væri til í að taka eitt stórmót í viðbót

Sverre Jakobsson í góðum gír sem þjálfari Akureyrar.
Sverre Jakobsson í góðum gír sem þjálfari Akureyrar. mbl.is/Eva Björk

Sverre Jakobsson var einn sterkasti varnarmaður íslenska landsliðsins í handknattleik í mörg ár. Hann fylgist vel með landsliðinu á Evrópumótinu í Króatíu sem nú stendur yfir.

„,Mér finnst ekkert óraunhæft að horfa á 5.-8. sæti. Liðið er á réttri leið, ef við tökum með okkur stig í milliriðil þá sé ég þetta geta gerst,“ segir Sverre á heimasíðu Akureyrar Handboltafélags, en hann hefur verið þjálfari liðsins síðustu ár.

Sverre var í liði Íslands sem vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM árið 2010. Hann segir jafnframt að hann sakni þess vissulega að taka þátt á stórmótum í janúar.

„Já, klárlega, þetta var alltaf skemmtilegur tími. Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í 10 stórmótum sem eru forréttindi og ég er þakklátur fyrir það. Ég væri til í að taka eitt enn,“ sagði hann í léttum dúr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert