Myndir af Mørk í A-evrópskum dagblöðum

Nora Mørk.
Nora Mørk. AFP

Það heldur áfram að vinda upp á sig mál norsku handknattleikskonunnar Noru Mørk en sími hennar var hakkaður síðastliðið haust og viðkvæm­ar per­sónu­leg­ar mynd­ir af henni láku á netið.

Fyrr í vikunni bárust af því fréttir að leik­menn norska karla­landsliðsins dreifðu viðkvæm­um mynd­um af henni inn­an liðsins, en þeim hafði verið stolið. Í dag greina svo norskir fjölmiðlar frá því að myndirnar af Mørk hafi ratað inn á síður A-evrópskra dagblaða og hefur hún leitað aðstoðar norsku utanríkisþjónustunnar.

„Ég veit ekki hvaða orð ég get notað. Þetta er afar sorglegt mál í alla staði,“ segir Kåre Geir Lio formaður norska handknattleikssambandsins við norska fjölmiðla en Mørk, sem hefur fengið mikinn stuðning frá samherjum sínum í norska landsliðinu sem og frá þjálfaranum, Þóri Hergeirssyni, hefur íhugað að hætta að leika með landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert