Þrjár rússneskar í 20 mánaða bann

Getty images

Þrjár rússneska handknattleikskonur hafa verið dæmdar í 20 mánaða keppnisbann, hver um sig, af lyfjadómstól Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Allar féllu þær á lyfjaprófum sem þær gengust undir í lokakeppni Evrópumóts landsliða, skipað leikmönnum 19 ára og yngri sem fram fór í sumar.  

Þær hafa um leið verið sviptar verðlaunum en rússneska liðið hafnaði í öðru sæti á mótinu. Auk þess ætlar EHF að sækja mál gegn rússneska handknattleikssambandinu en heimild er til þess er fleiri en tveir leikmenn sama liðs falla á lyfjaprófi á sama móti, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá EHF.

Allar höfðu konurnar neytt lyfsins Meldonium sem hefur verið á lista WADA, alþjóða lyfjaeftirlitsins, yfir bönnuð efni í tengslum við íþróttir frá árinu 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert