„Ekki þannig að ég sé einhver titlasjúk kona“

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik með Val á sínum tíma.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik með Val á sínum tíma. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég verð í hóp en ég get náttúrlega ekki neitt. Maður þarf alveg mánuð í það. Þetta er bara redding nú þegar ein er ólétt, að fá aðra beint úr barneignarleyfinu,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, hógværðin uppmáluð. Þessi 32 ára gamla handknattleikskona, sem meðal annars hefur landað 6 Íslandsmeistaratitlum, er mætt aftur á Hlíðarenda og hefur samið við Val til sumarsins 2019.

Anna Úrsúla fæddi sitt annað barn fyrir tveimur mánuðum, en verður eins og fyrr segir með Val í dag þegar topplið Olís-deildarinnar mætir aftur til leiks eftir jólafrí og tekur á móti Selfossi kl. 14 í Valshöllinni. Hún var síðast á mála hjá uppeldisfélagi sínu, Gróttu, þar sem hún vann tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og deildarmeistaratitil, eftir að hafa rakað inn verðlaunum með Val á árunum 2009-2014. Hjá Val leysir Anna nú af hólmi Hildi Björnsdóttur sem er ólétt.

Sjá fréttina viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert