Enginn asi í þjálfaramálum

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, segir að stjórn sambandsins ætli að gefa sér tíma til þess að fara yfir málin áður en ákvörðun verður tekin um hvort gerður verður nýr samningur við Geir Sveinsson landsliðsþjálfara í handknattleik karla, eða ekki.

„Við eru rétt nýkomnir heim frá Króatíu,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Eins og venjulega eftir stórmót þá fáum við skýrslu frá þjálfara um mótið. Við förum yfir hana auk þess sem við vegum og metum stöðu okkar,“ sagði Guðmundur ennfremur og bætti við. „Við gefum okkur tíma til þess að fara yfir málin áður en næstu skref verða stigin.“

Heimildir Morgunblaðsins innan handknattleikshreyfingarinnar herma að menn vilji að það liggi fyrir ekki síðar en undir lok þessa mánaðar hvort Geir verður áfram landsliðsþjálfari eða ekki. Guðmundur formaður sagði að af sinni hálfu væri ekki um ákveðin tímamörk að ræða.

Sjá fréttina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert