„Miklu stærra batterí“

Aron Pálmarsson í leik Íslands og Svíþjóðar á EM fyrr …
Aron Pálmarsson í leik Íslands og Svíþjóðar á EM fyrr í þessum mánuði. Ljósmynd/EHF

Aron Pálmarsson náði að koma sér fyrir ásamt fjölskyldunni í Barcelona áður en hann fór í EM-undirbúninginn með landsliðinu. Morgunblaðið spjallaði við hann um Barcelona í Split á dögunum.

„Ég kann rosalega vel við mig hjá Barcelona. Allar aðstæður eru fullkomnar. Segja má að jólafríið hafi komið aðeins of snemma því ég var akkúrat búinn að koma mér fyrir þegar ég flaug í burtu. Fyrstu tvo mánuðina hjá félaginu var einnig álag utan handboltans því ég eignaðist til að mynda dóttur á þessum tíma. Því var mikið að gera en það verður rólegra þegar ég kem út eftir EM,“ sagði Aron en honum tókst að tryggja sér húsnæði og koma sér fyrir í útjaðri borgarinnar áður en hann fór í landsliðsverkefnin.

„Já, ég náði því á mettíma. Ég er heimsmeistari í því,“ sagði Aron og brosti en tók fram að seljendurnir hefðu verið afskaplega liðlegir. „Fólkið sem seldi pakkaði saman og fór út á sex dögum að mig minnir sem var æðislegt. Það gekk rosalega vel upp. Þegar allt var að smella þá kom jólafríið en það er fínt að þetta sé frágengið þegar maður kemur út aftur. Við bjuggum á hóteli fyrstu vikuna en leigðum hús eftir það.“

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert