Vonast til að mæta í mars

Karen Knútsdóttir meiddist á hásin á hægri fæti í leiknum …
Karen Knútsdóttir meiddist á hásin á hægri fæti í leiknum í Meistarakeppni HSÍ í byrjun tímabilsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik og leikmaður Fram, segir að endurhæfing og uppbygging gangi vel hjá sér. Hún sleit hásin í viðureign Fram og Stjörnunnar í Meistarakeppni HSÍ í byrjun september. „Ef fram heldur sem horfir mæti ég vonandi til leiks með Fram í mars,“ sagði Karen við Morgunblaðið í gær.

Karen flutti heim á liðnu sumri eftir sex ára veru í atvinnumennsku hjá félögum í Evrópu. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert