KA/Þór í undanúrslit í annað skipti

Liðsmenn KA/Þór fagna vel og innilega í leikslok.
Liðsmenn KA/Þór fagna vel og innilega í leikslok. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA/Þór tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta, Coca Cola-bikarsins í annað skipti með öruggum 35:24-sigri á Fjölni í kvöld. KA/Þór leikur í næstefstu deild og Fjölnir þeirri efstu og koma úrslitin því einhverjum á óvart.

Norðankonur byrjuðu mikið mun betur og komust í 7:2 eftir aðeins átta mínútur. Staðan í hálfleik var 20:15 og voru Fjölniskonur ekki líklegar til að jafna leikinn eftir það. Martha Hermannsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði 15 mörk fyrir KA/Þór og Berglind Benediktsdóttir skoraði átta mörk fyrir Fjölni. 

mbl.is