Skammarleg frammistaða

Jóhann Birnir Ingvarsson hlýðir á þjálfara sinn, Halldó Jóhann Sigfússon.
Jóhann Birnir Ingvarsson hlýðir á þjálfara sinn, Halldó Jóhann Sigfússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta eru vitaskuld gríðarleg vonbrigði og sérstaklega þar sem þetta tap var alfarið okkur að kenna,“ sagði FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson eftir tap FH gegn Fram á heimavelli í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik.

FH-ingar máttu sætta sig sjö marka tap, 35:28, eftir að hafa burstað Framara í báðum leikjunum í Olís-deildinni í vetur þar sem þeir unnu með 17 og 13 marka mun.

„Við leyfðum Frömurunum bara að spila svona vel eins og þeir gerðu. Við mættum hreinlega ekki til leiks. Það var eitthvað í undirbúningnum fyrir leikinn sem klikkaði hjá okkur. Ég vil ekki meina að það hafi verið eitthvað vanmat af okkar hálfu heldur vorum við bara mjög slakir og sofandi í öllum okkar aðgerðum. Þetta var ekki boðleg frammistaða af okkar hálfu og skammarleg.

Ég vil gefa Frömurunum það að þeir spiluðu vel og línumaðurinn þeirra var mjög erfiður en að sama skapi var varnarleikur okkar í molum og það fylgdi okkur í sókninni,“ sagði Jóhann Birgir, sem var sá eini í FH-liðinu sem var með einhverju lífsmarki í kvöld en hann skoraði sjö mörk og var markahæstur í liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert