20 marka sigur Stjörnumanna

Ari Magnús Þorgeirsson skoraði 7 mörk fyrir Stjörnuna í kvöld.
Ari Magnús Þorgeirsson skoraði 7 mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan burstaði Víking með 20 marka mun þegar liðin áttust við í Olís-deild karla í handknattleik í Víkinni í kvöld. Lokatölur urðu 41:21.

Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Stjörnunnar miklir en staðan í hálfleik var 20:11, Stjörnumönnum í vil.

Víglundur Jarl Þorsteinsson og Egidijus Mikalonis skoruðu 5 mörk hvor fyrir Víking. Hjá Stjörnunni voru þeir Ari Magnús Þorgeirsson og Leó Snær Pétursson markahæstir með 7 mörk hvor og Egill Magnússon kom næstur með 5 mörk.

Með sigrinum komst Stjarnan upp að hlið ÍR en liðin eru 15 stig í 7.-8. sæti en Víkingar verma botnsætið með 5 stig.

mbl.is