Fórum illa með leikinn í byrjun seinni

Ernir Hrafn Arnarson.
Ernir Hrafn Arnarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við fórum illa að ráði okkar í byrjun síðari hálfleiks. Á þeim kafla fór munurinn úr tveimur mörkum í níu á stuttum kafla. Þegar svo var komið voru Haukar erfiðir,“ sagði Ernir Hrafn Arnarson, leikmaður Aftureldingar, eftir 14 marka tap fyrir Haukum, 35:21, í Olís-deild karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld.

„Í fyrri hálfleik gekk okkur lengst af nokkuð vel og skotin rötuðu í markið en í byrjun síðari hálfleiks vorum við slakir og misstum Haukana langt frá okkur með óvönduðum sóknarleik,“ sagði Ernir Hrafn í stuttu viðtali við mbl.is.

„En þótt Haukar séu erfiðir þegar þeir ná góðu forskoti þá hefðum við getað leikið betur á lokakaflanum og komið í veg fyrir eins stórt tap og raun ber vitni,“ sagði Ernir Hrafn og var eðlilega allt annað en ánægður með leik Aftureldingarliðsins að þessu sinni.

mbl.is