Stórsigur hjá Íslendingaliðinu

Ómar Ingi Magnússon skoraði 4 mörk fyrir Aarhus í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon skoraði 4 mörk fyrir Aarhus í kvöld. mbl.is/Golli

Íslendingaliðið Aarhus vann í kvöld stórsigur gegn Midtjylland, 33:15, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Árósarliðið gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 18:4 og eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn endaði.

Ómar Ingi Magnússon skoraði 4 mörk fyrir Aarhus, Sigvaldi Guðjónsson skoraði 2 og Róbert Gunnarsson 1.

Aarhus er í 6. sæti deildarinnar með 19 stig en Skjern trónir á toppi deildarinnar með 31 stig.

mbl.is