ÍBV síðasta liðið í undanúrslitahelgina

Hart barist í leik Gróttu og ÍBV í kvöld.
Hart barist í leik Gróttu og ÍBV í kvöld. mbl.is/Eggert

ÍBV varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum í bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, með 34:25-sigri sínum gegn Gróttu í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

ÍBV mun þar af leiðandi leika til undanúrslita í keppninni ásamt Fram, Haukum og Selfossi, en dregið verður til þeirra í hádeginu á morgun.

Grótta 25:34 ÍBV opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið með öruggum sigri ÍBV.
mbl.is