Stuttur slæmur kafli fór með okkur

Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, á hliðarlínunni í leik liðsins gegn ...
Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, á hliðarlínunni í leik liðsins gegn ÍBV í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi leikur rann okkur úr greipum á stuttum kafla í fyrri hálfleik. Okkur tókst afar illa upp við að leysa varnarleik þeirra í fyrri hálfleik. Við töpuðum ansi mörgum boltum á þessum kafla og þeir náðu yfirhöndinni með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, eftir 34:25-tap liðsins gegn ÍBV í undanúrslitum Coca cola bikars karla í handbolta í kvöld. 

„Það var nokkur hiti í þessum leik og mér fannst dómarar leiksins ekki ráða vel við það. Það hallaði samt á hvorugt liðið og það réði ekki úrslitum í þessum leik. Við náðum smá áhlaupi á ÍBV í seinni hálfleik, en þeir náðu vopnum sínum aftur og því fór sem fór. Nú er bara að einbeita sér að deildinni. Við förum í það núna að búa okkur undir leik við sterkt lið Aftureldingar,“ sagði Kári enn fremur. 

mbl.is