ÍBV fór illa með Gróttu

Greta Kavaliuskaite er í stóru hlutverki hjá ÍBV.
Greta Kavaliuskaite er í stóru hlutverki hjá ÍBV. mbl.is/Eggert Jóhannesson

ÍBV sigraði Gróttu með fjórtán marka mun, 37:23,  í dag þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum í Olís-deild kvenna í handknattleik. Fyrir fram héldu flestir að ÍBV myndi valta yfir Gróttu og þeir höfðu rétt fyrir sér.

ÍBV er þá komið með 24 stig í fjórða sæti deildarinnar, tveimur á eftir Haukum og Fram og sjö stigum á undan Stjörnunni sem er í fimmta sæti. Grótta situr áfram á botninum ásamt Fjölni með 4 stig.

Leikurinn var aldrei spennandi og þá sérstaklega ekki eftir að Lovísa Thompson fékk rautt spjald. Lovísa hrinti á eftir Söndru Dís Sigurðardóttur sem hugðist skora sitt fjórða mark á 12. mínútu leiksins. Sandra var virkilega óheppin og lenti ótrúlega illa. Dómarar leiksins sáu engan annan kost í stöðunni en að gefa Lovísu rauða spjaldið.

Ef möguleikar gestanna voru litlir fyrir leik þá voru þeir engir þegar Lovísa fékk rauða spjaldið. Staðan var þá 7:3 en í hálfleik var staðan 19:8. ÍBV hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik vann leikinn með 14 marka mun, 37:23.

Markahæstar hjá ÍBV voru þær Sandra Erlingsdóttir, Ester Óskarsdóttir, Karólína Bæhrenz og Greta Kavaliuskaite. Sandra gerði 10, Ester 7, Greta og Karólína 5. Hjá Gróttu skoraði Savica Mrkik langmest eða 9 mörk.

ÍBV 37:23 Grótta opna loka
60. mín. Katrín Helga Sigurbergsdóttir (Grótta) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert