„Spurðu bara Bjarna Ara“

Stefán Arnarson þjálfari Fram.
Stefán Arnarson þjálfari Fram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefán Arnarson þjálfari Íslandsmeistara Fram í handknattleik kvenna kann að koma fyrir sig orðunum og er oftar en ekki ansi skemmtilegur í svörum sínum við fréttamenn.

Stefán var í viðtali við Kristjönu Arnarsdóttur íþróttafréttakonu á RÚV þar sem hún spurði hann út í endurkomu leikmanna eins og Steinunnar Björnsdóttur og Karenar Knútsdóttur. Stefán svaraði eins og honum einum er lagið en viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is