Akureyringar gefa ekkert eftir

Sverre Jakobsson og lærisveinar eru í toppmálum.
Sverre Jakobsson og lærisveinar eru í toppmálum. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Akureyri Handboltafélag endurheimti þriggja stiga forskot sitt á toppi 1. deildar karla í handknattleik, Grill 66-deildinni, eftir sigur á liði Hauka U á útivelli, 25:23.

Staðan í hálfleik var 13:11 fyrir Akureyri sem slakaði ekki á eftir hlé og uppskar stigin tvö. Hafþór Már Vignisson var markahæstur með sex mörk og næstur kom Brynjar Hólm Grétarsson með fimm mörk, en hjá Haukum skoraði Leonharð Þorgeir Harðarson fimm mörk.

Þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni er Akureyri með 25 stig en KA kemur næst með 22 stig. Haukar U eru með 17 stig í fjórða sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert