Ólafur fór á kostum

Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson Ljósmynd/Kristianstad

Ólafur Andrés Guðmundsson fór á kostum fyrir Svíþjóðarmeistara Kristianstad gegn Þýskalandsmeisturum Rhein-Neckar Löwen í 12. umferð Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær.

Ólafur skoraði níu mörk og lagði upp tvö til viðbótar á liðsfélaga sína, en það dugði ekki til því ljónin frá Mannheim höfðu að lokum betur á heimavelli, 32:29. Guðjón Valur Sigurðsson lék ekki með Löwen og Alexander Petersson komst ekki á blað. Löwen er í 4. sæti A-riðils með 14 stig, en Kristianstad á botninum með sex stig.

Pick Szeged frá Ungverjalandi er í 5. sæti riðilsins með 11 stig eftir 34:30-tap gegn toppliðinu Vardar Skopje í Makedóníu. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði fjögur mörk fyrir Szeged. Aron Pálmarsson lék ekki með Barcelona vegna meiðsla er liðið lagði Wisla Plock frá Póllandi á heimavelli, 28:27 á laugardaginn. Barcelona, er einnig í A-riðli og er í 3. sæti með 16 stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert