Daníel með stórleik í sigri

Daníel Freyr Andrésson er að gera fína hluti með Ricoh.
Daníel Freyr Andrésson er að gera fína hluti með Ricoh. Ljósmynd/Ricoh

Daníel Freyr Andrésson átti stórleik er Ricoh vann öruggan 39:18-sigur á Aranäs í efstu deild Svíþjóðar í handbolta í dag. Daníel varði 14 skot, þar af tvö víti og skoraði eitt mark sjálfur, en hann var með 48% markvörslu. Ricoh er í 11. sæti deildarinnar með 16 stig. 

Topplið Kristianstad vann nauman 24:23-heimasigur á Alingsås. Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad en Gunnar Steinn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson komust ekki á blað. Kristianstad er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. 

Örn Ingi Bjarkason lék ekki með Hammarby sem tapaði fyrir Lugi, 29:20. Örn hefur verið að glíma við þrálát meiðsli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert