Möguleikar Eyjamanna virðast nokkuð góðir

Theodór Sigurbjörnsson hornamaðurinn knái í liði Eyjamanna.
Theodór Sigurbjörnsson hornamaðurinn knái í liði Eyjamanna. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Rússneska liðið SKIF Krasnodar sem ÍBV dróst gegn í 8-liða úrslitum Áskorendakeppni karla í handknattleik í gær situr í þriðja sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Krasnodar-liðið er þremur stigum á undan St. Pétursborg sem FH sló út úr keppni eftir sögulega vítakeppni í EHF-keppninni í nóvember. Reyndar á lið Pétursborgar leik til góða á Krasnodar. Auk þessa er Krasnodar komið í undanúrslit rússnesku bikarkeppninnar eftir sigur á Dinamo Astrakhan í gær á heimavelli, 34:31.

Gert er ráð fyrir að fyrri viðureign ÍBV og SKIF Krasnodar fari fram í Rússlandi helgina 24. og 25.mars og sú síðari í Vestmannaeyjum viku síðar. Ljóst er að löng ferðalög bíða beggja liða en Eyjamenn eru nýkomnir úr löngu ferðalagi til Ísraels.

Heimildir Morgunblaðsins herma að forráðamenn handknattleiksdeildar ÍBV ætli að bjóða forráðamönnum SKIF Krasnodar að leika báða leikina hér á landi um páskahelgina, laugardaginn 31. mars og sunnudaginn 1. apríl. Óvíst er hvernig Rússarnir taka í boð Eyjamanna en þeir léku báða leiki sina við Mostar frá Bosníu í síðustu umferð Áskorendakeppninnar í Krasnodar.

Hinsvegar er ljóst að fari leikirnir fram í Rússlandi og í Vestmannaeyjum á tilsettum tíma, þ.e. 24./25. mars og 31. mars og 1. apríl mun það raska keppni í Olísdeild karla. Gert er ráð fyrir að lokaumferð Olísdeildarinnar fari fram sunnudaginn 25. mars. Verði ÍBV í Krasnodar þá helgi verður að flytja lokaumferðina aftur í miðja viku eða þá fram í miðja vikuna á eftir, t.d. á miðvikudagskvöldið fyrir skírdag.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert