Stjórnarmenn slógust í stúkunni (myndband)

Mönnum var heitt í hamsi í Serbíu.
Mönnum var heitt í hamsi í Serbíu. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Ljótt atvik átti sér stað er Vojvodina og Dinamo mættust úrslitum serbneska bikarsins í handbolta um helgina. Vojvodina vann að lokum 25:22 en undir lok fyrri hálfleiksins sauð upp úr. 

Markmaður Vojvodina fékk þá beint rautt spjald fyrir viðskipti sín við leikmann Dinamo. Markmaðurinn var ósáttur við andstæðing sinn og virtist hreinlega ætla að ráðast á hann. Sem betur fer komust aðrir leikmenn á milli þeirra áður en illa fór. 

Mikill hiti var í áhorfendum eftir atvikið og byrjuðu stjórnarmenn félaganna að slást í stúkunni í kjölfarið. Hér að neðan má sjá myndband af þessu atviki, en það byrjar eftir rúmar 43 mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert