Akureyri fékk gefins stig frá Stjörnunni

Brynjar Þór Grétarsson, leikmaður Akureyrar, þurfti ekki að hafa neitt …
Brynjar Þór Grétarsson, leikmaður Akureyrar, þurfti ekki að hafa neitt fyrir sigrinum gegn Stjörnunni U í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Akureyri þurfti ekki að svitna við það að auka forskot sitt í Grill 66-deild karla í handbolta í dag. Akureyri átti að mæta Stjörnunnni U í 15. umferð deildarinnar, en Stjörnumenn mættu ekki til leiks og verður Akureyri því dæmdur 10:0-sigur í leiknum.

Akureyri trónir á toppi deildarinnar með 27 stig eftir þennan sigur. Akureyri hefur nú þriggja stiga forskot á nágranna sína, KA, en norðanliðin eru í harðri baráttu um að komast beint upp í efstu deild á næstu leiktíð. 

KA-menn hugsa líklega Stjörnumönnum þegjandi þörfina að etja ekki kappi við Akureyri í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert