Fram hirti toppsætið af Val

Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sækir á Hildi Þorgeirsdóttir, leikmann Fram, ...
Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sækir á Hildi Þorgeirsdóttir, leikmann Fram, í leik liðanna í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framarar hirtu toppsæti Olísdeildar kvenna í handknattleik með því að vinna Valsara 23:19 í 19. umferðinni í Framhúsinu í kvöld. 

Liðin fóru hægt af stað og var staðan til að mynda 1:1 eftir átta mínútna leik en mikið var um slæmar sendingar og ákvarðanir í sóknarleik beggja liða. Framarar tóku svo frumkvæðið og voru yfir allan fyrri hálfleikinn, mest þremur mörkum, en staðan í hléi var 9:8.

Í síðari hálfleik var leikurinn í járnum lengst af en áfram einkenndist leikurinn af hinum ótrúlegustu mistökum beggja liða. Valsarar töpuðu boltanum oft illa með engan í marki en Frömurum gekk misvel að refsa og hittu gjarnan ekki á tómt markið. Kristín Guðmundsdóttir og Morgan Marie Þorkelsdóttir voru markahæstar hjá Val með fimm mörk hvor.

Karen Knútsdóttir bar þó af í leiknum og skoraði sjö mörk, mest allra, og sóttu Framarar að lokum torsóttan en kærkomin sigur til að jafna Valsara á toppnum en bæði lið eru nú með 30 stig.

Fram 23:19 Valur opna loka
60. mín. Leik lokið Framarar vinna Reykjavíkurslaginn í skrítnum leik og fara upp að hlið Vals á toppnum.
mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 1 2 3
2 Danmörk 1 1 3
3 Ástralía 1 1 0
4 Perú 1 0 0
L M Stig
1 Króatía 1 2 3
2 Ísland 1 1 1
3 Argentína 1 1 1
4 Nígeria 1 0 0
L M Stig
1 Serbía 1 1 3
2 Sviss 1 1 1
3 Brasilía 1 1 1
4 Kostaríka 1 0 0
L M Stig
1 Svíþjóð 1 1 3
2 Mexíkó 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 1 0 0
L M Stig
1 Belgía 1 3 3
2 England 1 2 3
3 Túnis 1 1 0
4 Panama 1 0 0
L M Stig
1 Senegal 1 2 3
2 Japan 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla