Valsarar unnu í Safamýrinni

Ólafur Ægir skýtur að marki Fram í leiknum í kvöld. …
Ólafur Ægir skýtur að marki Fram í leiknum í kvöld. Þorgrímur Smári Ólafsson og Bjartur Guðmundsson eru honum til varnar. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir

Valsarar báru sigur úr býtum í Reykjavíkurslagnum gegn Fram, 28:24, í Framhúsinu í 20. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld.

Gestirnir fóru vel af stað og voru mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en Magnús Óli Magnússon gerði sex mörk fyrir hlé. Umdeilt atvik átti sér stað um miðbik hálfleiksins er Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Fram, fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Ólafi Ægi Ólafssyni í hraðaupphlaupi.

Frömurum fannst dómurinn rangur og í þokkabót fékk vitlaus leikmaður fyrst spjaldið. Þau mistök voru svo leiðrétt eftir nokkurn darraðardans en heimamönnum var ekki skemmt. Þeir virtust þó eflast við þetta mótlæti og áttu nokkuð góðan kafla rétt fyrir hálfleik en Valsarar voru engu að síður þremur mörkum yfir í hléinu, staðan 15:12.

Magnús Óli Magnússon átti stórleik fyrir Val, skoraði 13 mörk og héldu gestirnir forystu sinni til enda en mest var hún sjö mörk. Framarar reyndu hvað þeir gátu en náðu aldrei að minnka muninn nægilega mikið og tveggja leikja sigurhrina þeirra því á enda.

Valsarar skella sér upp í annað sætið með þessum sigri og eru með 27 stig en ÍBV og Selfoss eiga þó leik til góða. Framarar eru áfram í 9. sæti með 12 stig.

Fram 24:28 Valur opna loka
60. mín. Daníel Þór Guðmundsson (Fram) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert