Guðjón Valur fór á kostum í sigri

Guðjón Valur Sigurðsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. mbl.is/Árni Sæberg

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tíu mörk úr þrettán skotum sínum þegar Rhein-Neckar Löwen vann 32:27-sigur gegn Wisla Plock í 13. og næstsíðustu umferð í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla í kvöld.

Guðjón Valur var markahæstur í liði Rhein-Neckar Löwen í leiknum, en Alexander Petersson bætti þremur mörkum við í sarpinn hjá Rhein-Neckar Löwen.  

Rhein-Neckar Löwen er í fjórða sæti A-riðilsins, en liðið hefur 16 stig og er tveimur stigum á eftir Barcelona sem er sæti ofar. Vardar er á toppi riðilsins með 20 stig og Nantes situr í öðru sæti riðilsins með 19 stig. 

Liðið sem hafnar í efsta sæti riðilsins fer beint í átta liða úrslit keppninnar. Liðin sem hafna svo í öðru til sjötta sæti riðilsins fara í 16 liða úrslit keppninnar. Rhein-Neckar Löwen hefur nú þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert