Lárus Helgi tryggði Aftureldingu sigur

Ernir Hrafn Arnarson og félagar hans hjá Aftureldingu fá Fjölnismenn …
Ernir Hrafn Arnarson og félagar hans hjá Aftureldingu fá Fjölnismenn í heimsókn í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afturelding sigraði Fjölni, 20:19, í 19. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í Mosfellsbæ í kvöld. Afturelding er með 19 stig í sjötta sæti en Fjölnir er með sex stig í næst neðsta sæti.

Lítið var skorað í fyrri hálfleik og voru varnir beggja liða í aðalhlutverki. Fjölnir skoraði til að mynda annað mark sitt á 12. mínútu leiksins.

Heimamenn voru allan hálfleikinn skrefinu á undan, án þess þó að gestirnir hleyptu þeim of langt fram úr sér. Afturelding var með eins marks forystu að loknum fyrri hálfleik, 9:8.

Gestirnir hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði fjögur mörk í röð eftir að Mikk Pinnonen skoraði fyrsta mark hálfleiksins. Varnarleikur heimamanna var ekki jafn góður og í fyrri hálflek og Fjölnismenn nýttu sér það.

Afturelding jafnaði metin þegar sex mínútur voru til leiksloka og lokamínúturnar voru æsispennandi. Heimamenn komust yfir en Fjölnir fékk tækifæri til að jafna metin á lokasekúndum leiksins. Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Aftureldingar, varði skot frá Björgvin Páli Rúnarssyni og tryggði heimamönnum sigur.

Afturelding 20:19 Fjölnir opna loka
60. mín. tekur leikhlé Einar Andri tekur leikhlé þegar það eru 49 sekúndur eftir. Afturelding er marki yfir og með boltann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert