Mikilvægur sigur hjá Bjarka

Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk á Spáni.
Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk á Spáni. Ljósmynd/Uros Hocevar

Bjarki Már Elíasson og samherjar í Füchse Berlín unnu afar mikilvægan útisigur gegn Anaitasuna í Pamplona á Spáni, 30:28, í EHF-bikarnum í handknattleik í gærkvöld.

Liðin voru jöfn eftir tvær umferðir með einn sigur og eitt tap hvort, og Füchse stendur nú vel að vígi með 4 stig þegar riðillinn er hálfnaður en tvö efstu liðin komast í átta liða úrslit.

Bjarki Már skoraði 3 mörk fyrir Berlínarrefina en markahæstur var hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg sem skoraði 9 marka liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert