Selfoss áfram í úrvalsdeild

Selfoss vann mikilvægan sigur í kvöld.
Selfoss vann mikilvægan sigur í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfoss vann heldur betur mikilvægan heimasigur á Gróttu í botnbaráttu Olísdeildar kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 26:21. Þar með gulltryggðu Selfosskonur sér áframhaldandi sæti í úrvalsdeild en þær eru með 9 stig þegar tveimur umferðum er ólokið, á meðan Grótta og Fjölnir sitja eftir með 4 stig í tveimur neðstu sætunum.

Selfoss var miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi 13:9 í leikhléi. Grótta svaraði fyrir sig í seinni hálfleik og jafnaði 16:16 en þá fór Mjaltavélin aftur í gang og gjörsamlega valtaði yfir gestina. Selfoss gerði 10:2 áhlaup á síðustu tíu mínútunum og fagnaði góðum sigri.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk og Harpa Brynjarsdóttir skoraði 5. Viviann Petersen var frábær í markinu þegar mest á reyndi og varði 14 skot í heildina.

Hjá Gróttu var Savica Mrkik markahæst með 9 mörk og Kristjana Björk Steinarsdóttir skoraði 5. Soffía Steingrímsdóttir varði 10 skot í marki Gróttu og Stefanía Sigurðardóttir 5.

Selfoss 26:21 Grótta opna loka
60. mín. Viviann Petersen (Selfoss) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert