„Þetta eru forréttindi“

Aron Rafn Eðvarðsson í Laugardalshöllinni.
Aron Rafn Eðvarðsson í Laugardalshöllinni. mbl.is/Haraldur Jónasson

„Það er geggjað vinna bikar með ÍBV. Sjáðu allt þetta fólk sem kom frá Eyjum til að styðja okkur. Þetta eru forréttindi,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson við mbl.is sem varði 17 skot í marki ÍBV. 

Vörnin var öflug fyrir framan Aron og hann stóð vaktina vel mest allan leikinn. „Já en mér fannst við vera lengi í gang í fyrri hálfleik. Þeir voru að skora svolítið auðveld mörk framan af. Eftir fyrsta korterið náðum við að þétta vörnina og eftir það áttu þeir í erfiðleikum með skora hvert einasta mark. Eins og gamla klisjan segir þá skiptir máli að fá vörn, markvörslu og hraðaupphlaup en við erum með það mikil gæði í sókninni að við náðum alltaf að skora. Við gerðum 35 mörk sem er geggjað,“ sagði Aron Rafn við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert