Aðstoðarþjálfarinn grunaður um líkamsárás

Eyjamenn fagna á laugardaginn.
Eyjamenn fagna á laugardaginn. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari bikarmeistara ÍBV í handbolta, gisti fangageymslur aðfaranótt sunnudags vegna gruns um líkamsárás á hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson á meðan liðið fagnaði bikarmeistaratitlinum. Vísir greinir frá í dag.

ÍBV hafði betur gegn Fram í bikarúrslitum á laugardaginn var og var mikið fagnað. Fögnuðurinn virtist hins vegar fara úr böndunum með þeim afleiðingum að lögreglan var kölluð á staðinn þar sem gleðskapur stóð yfir þegar nokkuð var liðið á aðfaranótt sunnudagsins og Sigurður handtekinn. Hafði þá kastast í kekki með Sigurði og Theodóri.

Theodór er með skurð fyrir ofan vinstra augað eftir atvikið en þurfti ekki að leita aðstoðar læknis. Félagið hefur ekki tjáð sig um atburðinn og ekki náðist í Karl Haraldsson, formann handknattleiksdeildar ÍBV, við vinnslu fréttarinnar. 

ÍBV leikur við ÍR í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum á miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert