Breyting á lokaumferð Olís-deildar karla

Valur og Haukar mætast í lokaumferð Olís-deildarinnar.
Valur og Haukar mætast í lokaumferð Olís-deildarinnar. mbl.is/Hari

Mótanefnd og stjórn HSÍ hafa ákveðið að breyta tímasetningu lokaumferðar Olís-deildar karla.

A-landslið kvenna á heimaleik í undankeppni EM gegn Slóveníu þann 21. mars nk. Enn fremur hefur þátttaka ÍBV í Evrópukeppni, þau áhrif að lokaumferðin getur ekki farið fram á tilsettum tíma eins og áður hefur komið fram, en skv. reglugerð HSÍ um handknattleiksmót skal umferðin öll leikin á sama tíma.

Lokaumferðin fer því fram að landsleik loknum, miðvikudaginn 21. mars kl. 20:30.

mbl.is