Yfirlýsing frá ÍBV

Eyjamenn fagna bikarmeistaratitlinum á laugardaginn.
Eyjamenn fagna bikarmeistaratitlinum á laugardaginn. mbl.is/Hari

ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atburðar sem átti sér stað í bikarfögnuði Eyjamanna um síðustu helgi þar sem Sigurður Bragason aðstoðarþjálfari ÍBV réðst á einn leikmann liðsins.

Yfirlýsing ÍBV:

„Handknattleiksdeild ÍBV íþróttafélags og Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í handknattleik, hafa orðið ásátt um að Sigurður stigi um óákveðinn tíma til hliðar í öllum störfum fyrir félagið. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi undangenginna atburða.

Það skal tekið fram að Sigurður og Theodór hafa náð sáttum enda félagar til margra ára. Við hörmum atburðinn og vonum að stuðningsmenn og velunnarar ÍBV snúi bökum saman félaginu til heilla.“

Sigurður Bragason

Fyrir hönd handknattleiksdeildar
Valgerður Guðjónsdóttir

mbl.is