Aron fyrirliði í stað Guðjóns Vals

Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson.
Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. mbl.is/Golli

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik hefur ákveðið að Aron Pálmarsson taki við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val Sigurðssyni á mótinu sem það tekur þátt í Noregi í næsta mánuði.

Eins og fram kom í frétt á mbl.is fær Guðjón Valur frí af fjölskylduástæðum frá mótinu í Noregi og mun Aron verða fyrirliði í hans stað.

Á mótinu í Noregi mæta Íslendingar liðum Norðmanna, Dana og Frakklands.

mbl.is