Eyjakonur fóru illa með Stjörnuna

Ester Óskarsdóttir, ÍBV, sækir en Elena Elísabet Birgisdóttir, Stjörnunni, er ...
Ester Óskarsdóttir, ÍBV, sækir en Elena Elísabet Birgisdóttir, Stjörnunni, er til varnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

ÍBV vann afar öruggan sigur þegar Stjarnan kom í heimsókn í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Niðurstaðan var 14 marka sigur Eyjakvenna, 37:23.

Það var snemma ljóst í hvað stefndi og var ÍBV komið með átta marka forskot í hálfleik, 19:11. Eyjakonur héldu uppteknum hætti eftir hlé, juku forskot sitt jafnt og þétt og uppskáru fyrrnefndan 14 marka sigur, 37:23.

Karólína Bæhrenz var markahæst hjá ÍBV með níu mörk en þar á eftir kom Ester Óskarsdóttir með átta mörk, eins og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna.

ÍBV jafnaði Selfoss að stigum í öðru sætinu, í það minnsta um stund, og heldur í vonina um heimavallarréttinn fyrir úrslitakeppnina fyrir síðustu umferðina.

ÍBV 37:23 Stjarnan opna loka
60. mín. Leik lokið 14 marka sigur, ekki sjón að sjá Stjörnuna í dag.
mbl.is