Forsetinn segir að EHF sé fórnarlambið

Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson eru leikmenn Rhein-Neckar Löwen.
Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson eru leikmenn Rhein-Neckar Löwen.

Forseti Evrópska handknattleikssambandsins, EHF, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um deilurnar við forráðamenn þýsku Bundesligunnar sem hefur komið enn frekari óorði á EHF og var vart á bætandi.

Í síðustu viku var birt leikjaniðurröðun fyrir 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem leikur Rhein-Neckar Löwen og Kielce frá Póllandi var settur sama dag og Löwen mætir Kiel í þýsku deildinni. Í mótmælaskyni hefur Löwen ákveðið að senda varalið sitt, sem leikur í þriðju efstu deild Þýskalands, í leikinn gegn Kielce og er draumur Löwen um árangur í þeirri keppni því nánast úr sögunni þetta tímabilið.

EHF hefur fengið yfir sig gríðarlega gagnrýni vegna málsins en forseti sambandsins, Michael Wiederer, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um málið í gær. Hann segir vandann ekki liggja hjá EHF í þessu máli, heldur hjá forráðamönnum þýsku deildarinnar.

„Leikdagar fyrir úrslitakeppni Meistaradeildarinnar voru ákveðnir fyrir tveimur árum og nú hefur Bundesligan skapað vandamál í annað sinn. Fyrir nokkrum árum var úrslitaleikur þýsku bikarkeppninnar settur ofan í átta liða úrslit í Meistaradeildinni og nú er þessi leikur sama dag og búið var að ákveða leikdaga í 16-liða úrslitunum. EHF skapaði ekki þetta vandamál en verður að bregðast við. Sambandið hefur fengið mikið hrós frá félögum víða í Evrópu fyrir að beygja sig ekki undan yfirgangi þeirra þýsku,“ segir Wiederer.

Leikur Kiel og Löwen fer fram á laugardegi og ómögulegt er að færa hann vegna sjónvarpsréttar. Forráðamenn Löwen buðust til þess að spila gegn Kielce á sunnudeginum, en EHF hafnaði því hins vegar og ber fyrir sig öryggi leikmanna. Fyrr á leiktíðinni þurfti Rhein-Neckar Löwen að spila tvo leiki 25 klukku­stund­um. Liðið mætti Leipzig í deild­inni á heima­velli og 25 klukku­stund­um síðar lék það á móti Barcelona á úti­velli í Meist­ara­deild­inni.

Michael Wiederer, forseti EHF.
Michael Wiederer, forseti EHF. Ljósmynd/EHF
mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Svíþjóð 1 1 3
2 Mexíkó 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 1 0 0
L M Stig
1 Belgía 1 3 3
2 England 1 2 3
3 Túnis 1 1 0
4 Panama 1 0 0
L M Stig
1 Senegal 1 2 3
2 Japan 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla