Haukar komu fram hefndum

Alexandra Líf Arnarsdóttir með skot að marki Fram í kvöld.
Alexandra Líf Arnarsdóttir með skot að marki Fram í kvöld. mbl.is/Hari

Haukar komu fram hefndum er liðið vann 25:21-sigur á Fram á heimavelli sínum í næstsíðustu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í kvöld. Fram vann þægilegan 30:16-sigur er liðin mættust í bikarúrslitum á laugardaginn var og ætluðu staðráðnar Haukakonur ekki að leyfa Fram að komast upp með annað eins í kvöld.

Fyrri hluti fyrri hálfleiks var jafn og spennandi en Haukar náðu 7:4-forskoti um miðbik hálfleiksins og voru með yfirhöndina út allan hálfleikinn. Fram jafnaði fljótlega í síðari hálfleik í 15:15. Þá tóku Haukar við sér á ný og skoruðu sex af næstu átta mörkum og náði Fram ekki að jafna eftir það. Liðin eru nú jöfn í 2.-4. sæti með 30 stig. Elín Jóna Þorsteinsdóttir lék vel hjá Haukum og varði 16 skot, þar af þrjú víti.

Haukar 25:21 Fram opna loka
60. mín. Leik lokið Haukar hefna fyrir bikarúrslitin!
mbl.is