Íslendingarnir kláruðu deildina með stæl

Ólafur Guðmundsson og félagar eru öruggir deildarmeistarar.
Ólafur Guðmundsson og félagar eru öruggir deildarmeistarar. Ljósmynd/Emil Langvad

Íslendingaliðið Kristianstad vann öruggan sigur í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld þegar liðið skellti Ricoh á heimavelli, 30:22.

Staðan í hálfleik var 16:12 fyrir Kristianstad, sem hleypti andstæðingnum aldrei inn í leikinn eftir hlé og uppskar átta marka sigur 30:22. Arnar Freyr Arnarsson og fyrirliðinn Ólafur Guðmundsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Kristianstad en Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki. Daníel Freyr Andrésson varði 11 skot í marki Ricoh, sem hafnaði í 11. sæti af 14 liðum.

Kristianstad hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn, en liðið vann deildina með 9 stiga mun; fékk 57 stig í 32 leikjum en Malmö kom þar á eftir með 48 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert