Stefán hélt upp á landsliðssætið með stórleik

Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefán Rafn Sigurmannsson var í dag valinn í íslenska landsliðið í handknattleik á ný eftir nokkra fjarveru og hann hélt upp á það með níu mörkum þegar lið hans Pick Szeged vann öruggan útisigur á Ferencváros, 36:22, í ungversku úrvalsdeildinni í kvöld.

Stefán skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 17:15 fyrir Pick Szeged. Stefán Rafn og félagar bættu svo í eftir hlé þar sem Stefán Rafn bætti sjálfur fjórum mörkum við. Hann skoraði því samtals níu mörk í 14 marka sigri liðsins, 36:22.

Pick Szeged er með 40 stig eftir 23 leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Veszprém sem á einnig leik til góða í toppbaráttunni.

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Svíþjóð 1 1 3
2 Mexíkó 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 1 0 0
L M Stig
1 Belgía 1 3 3
2 England 1 2 3
3 Túnis 1 1 0
4 Panama 1 0 0
L M Stig
1 Senegal 1 2 3
2 Japan 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla