Stefán hélt upp á landsliðssætið með stórleik

Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefán Rafn Sigurmannsson var í dag valinn í íslenska landsliðið í handknattleik á ný eftir nokkra fjarveru og hann hélt upp á það með níu mörkum þegar lið hans Pick Szeged vann öruggan útisigur á Ferencváros, 36:22, í ungversku úrvalsdeildinni í kvöld.

Stefán skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 17:15 fyrir Pick Szeged. Stefán Rafn og félagar bættu svo í eftir hlé þar sem Stefán Rafn bætti sjálfur fjórum mörkum við. Hann skoraði því samtals níu mörk í 14 marka sigri liðsins, 36:22.

Pick Szeged er með 40 stig eftir 23 leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Veszprém sem á einnig leik til góða í toppbaráttunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert